BETA NORDIC-Kúrkúmín
Kúrkúmín er virka efnið í túrmerik rótinni og hefur verið notað í Ayurveda og hefðbundnum kínverskum lækningum í yfir 4000 ár. Það hefur meðal annars verið dásamað sem náttúrulegt lyf við liðagigt, auk þess að vinna gegn bakteríusýkingum. Þá er það talið vernda frumur líkamans fyrir sindurefnum. Kúrkúmín hefur öfluga andoxunareiginleika og verndar okkur gegn ýmsum umhverfisáhrifum eins og útfjólubláum geislum sólar.
Seyði af kúrkúmín er kallað „heitt“krydd og er meðal annars aðal innihaldsefni í indversku karrý en það er einmitt kúrkúmín sem gefur kryddinu sinn fallega gula lit.
Með kúrkúmíninu frá Beta Nordic hefur okkur tekist að sameina þúsund ára grasalækningar og nýjustu tækni þar sem bætiefnið er gert aðgengilegt með hjálp sérstaks fituhjúps sem umlykur efnið og gerir því kleift að fara beint inn í blóðrásina. Þessi tækni gerir það að verkum að upptaka líkamans á bætiefninu er talin 46 sinnum betri en ella.
10 ml/1 skeið samsvarar 200 g af túrmerik rótinni eða dufti.