Karfan þín
Skoða vöru
Login
Leit
Sjá meira

      
        Load image into Gallery viewer, BETA NORDIC B12 Vítamín Liposomal
Tilboðsverð

BETA NORDIC B12 Vítamín Liposomal

B12 vítamín er okkur öllum lífsnauðsynlegt og gegnir það margvíslegu hlutverki í líkamanum. Það stuðlar m.a. að:

 • eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
 • eðlilegri starfsemi taugakerfis (nýmyndun tauga)
 • og bætir andlegt jafnvægi
 • eðlilegri myndun rauðra blóðkorna
 • eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins

B12 vítamín dregur einnig úr þreytu og hefur mikilvægu hlutverki að gegna við frumuskiptingu. Rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast. B12 vítamín er afar mikilvægt fyrir það ferli og getur komið í veg fyrir blóðleysi.

Skortur á B12 vítamíni

Óhófleg neysla áfengis, nikotíns, kaffi- og gosdrykkja, sem og notkun ýmissa lyfja, getur valdið því að við upplifum skort á B12 vítamíni. B12 vítamín er einnig það vítamín sem okkur skortir helst á efri árum, því með aldrinum dregur oft úr upptöku þess. Algengt er að það gerist vegna skorts á próteininu „intrinsic factor“  sem maginn framleiðir, en það hjálpar til við upptöku á B12 vítamíni.

Einkenni skorts geta verið eftirfarandi:

 • orkuleysi og slen
 • þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi
 • nálardofi í hand- og fótleggjum
 • hægðartregða og/eða uppþemba
 • þyngdartap
 • erfiðleikar með gang
 • minnisleysi, þunglyndi og vitglöp (Dementia)

B12 vítamínið er fyrst og fremst að finna í dýraafurðum, og þurfa grænkerar því að passa sérstaklega upp á að neyta matvæla sem eru með viðbættu B12 vítamíni, og/eða taka það inn í bætiefnaformi. 

Almennt séð er upptaka á B12 vítamíni í þörmunum treg, samanborið við önnur vítamín. Aðeins um 1% af vítamíninu frásogast ef inntaka fer yfir 1,5-2  míkrógrömm í einu.

Tryggt frásog og mikil virkni

Lípósómal vítamín eru vítamín sem hefur, með sérstakri tækni, verið pakkað inn í tvöfalda fituhimnu sem virkar eins og nokkurs konar ferja fyrir vítamínið, á ferð þess í gegnum meltingarveginn. Þessi tvöfalda fituhimna verndar vítamínið/bætiefnið gegn niðurbroti. Fituhimnan binst auðveldlega við frumuveggi þarmanna og eykur þannig upptöku, langt umfram hefðbundin vítamín í töfluformi.

Aukning í upptöku lípósómal vítamína og bætiefna er misjöfn eftir tegundum, allt frá því að vera tvöföld upp í 46-falda aukningu.

Form B12 vítamíns skiptir einnig máli, en það er ýmist framleitt úr methylcobalamini eða cyancobalamini. Það síðarnefnda er búið til (tilbúið efni) og er form þess óvirkt þar til líkaminn umbreytir því í virkt form. Methylcobalamin er hins vegar náttúrulegt og frásogast beint.

Það er því ekki bara frásogshæfileikar sem skipta hér máli, heldur þarf form bætiefnisins að vera okkur hliðhollt.

Góð upptaka og virkni í lípósómal B12 vítamíni frá Beta Nordic, er tryggð með því að nota eingöngu methylcobalamin við framleiðsluna. Þannig nær vítamínið að virka á skjótan og áreiðanlegan hátt.

Title
 • --4.900 kr
 • Verð 4.900 kr
  /
  Click here to be notified by email when BETA NORDIC B12 Vítamín Liposomal becomes available.
  Tegund: Vítamín