Karfan þín
Skoða vöru
Login
Leit
Sjá meira

            
                Load image into Gallery viewer, BETA NORDIC  B-Vítamín Blanda Liposomal
Tilboðsverð

BETA NORDIC B-Vítamín Blanda Liposomal

B-vítamínin eru samtals 8 talsins og hefur hvert þeirra sína sérstöku virkni í líkamanum. B vítamínin gegna m.a. fjölmörgum hlutverkum fyrir taugakerfið, svo sem myndun taugaboðefna, en einnig í myndun amínósýra, kynhormóna og kortisóls. Þá leika þau mikilvægt hlutverk í orku- og efnaskiptum líkamans, og eru mikilvæg fyrir starfsemi meltingarfæra þar sem þau aðstoða ensím líkamans við að breyta kolvetnum og annarri fæðu í glúkósa sem líkaminn brennir svo til að framleiða orku. B vítamín eru einnig mikilvæg eðlilegri frumustarfsemi, fyrir starfsemi vöðva, augna, hjarta- og æðakerfis, myndunar rauðra blóðkorna, ásamt því að viðhalda vexti nagla og hárs.

Rétt samsett blanda af B vítamínum tryggir að líkaminn geti framkvæmt hinar ýmsu aðgerðir sínar með sem bestum árangri. Til að hámarka getu og styrkleika hvers og eins þeirra, höfum við sameinað þau í sérstöku lípósómal B vítamíni.

„Lípósómal“ kallast það þegar vítamíninu er pakkað inn í tvöfalda fituhimnu. Himnan virkar líkt og ferja fyrir vítamínið þar sem það fer í gegnum meltingarveginn, og verndar það gegn of hröðu niðurbroti. Þessi tvöfalda fituhimna bindst svo auðveldlega við frumuveggi þarmanna og eykur þannig upptöku vítamínsins margfalt, miðað við hefðbundin vítamín í töfluformi

Lípósómal B vítamín inniheldur:

B1 (þíamín). Stuðlar að eðlilegum, orkugæfum efnaskiptum, eðlilegri starfsemi taugakerfis og hjarta, sem og  sálfræðilegri starfsemi. Frumur taugakerfisins nærast einkum á kolvetnum og eru þær háðar þíamíni til þess að geta notað kolvetnið sem orkugjafa. Taugafrumur verða því fyrst og mest fyrir barðinu á þíamínskorti.

B2 (ríbóflavín): Viðheldur eðlilegri starfsemi taugakerfis, slímhúðar, rauðra blóðkorna, húðar og sjónar. Stuðlar einnig að eðlilegum efnaskiptum járns, ver frumur fyrir oxunarálagi og dregur úr þreytu.

B3 (níasín): Svipað að virkni og B2. Töluverður fjöldi rannsókna sýnir að það stuðlar að lækkun kólesteróls, þar sem LDL lækkar og HDL hækkar.*

B5 (pantótensýra): Stuðlar að eðlilegum orkuefnaskiptun og andlegri getu; eðlilegri myndun og efnaskiptum kynhormóna, D-vítamíns og nokkurra taugaboðefna. Dregur úr þreytu.

B6 (pýridoxín): Styður starfsemi ónæmiskerfisins og dregur úr þreytueinkennum, ásamt því að taka þátt í myndun og umbroti kolvetna, fitu, amínósýra, kjarnsýra, próteins og hemóglóbíns.

B7 (bíótín): Einnig þekkt undir öðrum nöfnum, svo sem H-vítamín og kóensím-R. Bíótín fáum við úr fæðu, auk þess sem það myndast í þörmum þegar gerlagróður meltingafæra er heilbrigður. Stuðlar að viðhaldi húðar og hárs, ásamt eðlilegri starfsemi taugakerfis, efnaskiptum orkugefandi næringarefna, og viðhaldi eðlilegrar slímhúðar.

B9 (fólínsýra): Styður virkni tauga- og hjartakerfis og er nauðsynlegt allri frumuskiptingu. Tekur þátt í myndun DNA og RNA kjarnsýra, ásamt því að gegna mikilvægu hlutverki við myndun rauðra og hvítra blóðkorna, sem og annarra fruma sem skipta sér ört. Viðheldur heilbrigði slímhúðar.

B12: Stuðlar m.a. að eðlilegum og orkugæfum efnaskiptum, eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og  taugakerfis (nýmyndun tauga), og andlegri starfsemi ásamt því að taka þátt í eðlilegri myndun rauðra blóðkorna. B12 vítamínskortur er vel þekktur og getur haft alvarlegar afleiðingar. Meira um B12 vítamín.

Lípósómal B-vítamín er fullkomin blanda sem tryggir hámarks nýtingu/upptöku.

Vegan og laust við ofnæmisvalda.

*Canner PL, Berge KG, Wenger NK, et al. Fifteen year mortality in Coronary Drug Project patients: Long-term benefit with niacin. J Am Coll Cardiol. 1986;8:1245-1255.

  • --4.900 kr
  • Verð 4.900 kr
    /
    Vsk. innifalið í verði
    Click here to be notified by email when BETA NORDIC B-Vítamín Blanda Liposomal becomes available.