Vísindafólkið

Elísabet Reynisdóttir - B.Sc. og MS í næringarfræði og MS frá HÍ 2016.

Mastersverkefnið fjallaði um Heilsueflingu á vinnustöðum og lýðheilsuvandamál tengd lífsstíl einstaklinga.

Lífsstílsvandamál hafa alvarlegar afleiðingar jafnt á Íslandi sem og á heimsvísu með auknum líkum á langvinnum sjúkdómum og þar með auknum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Með langvinnum sjúkdómum er hér átt við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund 2, offitu, lungnasjúkdóma, beinþynningu, Alzheimer og sumar tegundir krabbameina.

Heilsa getur ekki verið alfarið á ábyrgð heilbrigðiskerfisins og því er mikilvægt að virkja marga aðila í þjóðfélaginu til sameiginlegs átaks. Heilsuefling, með aðstoð næringarráðgjafa, getur aukið heilbrigði, dregið úr sjúkdómabyrði og minnkað áhættu á sjúkdómum. Aukin þekking almennings á eigin heilsu og heilsutengdum lífsstíl ætti að skila sér í bættri heilsuhegðun.

Starfsreynsla:
Hefur starfað við ráðgjöf hjá Fjarðabyggð um næringu skólabarna og haldið fyrirlestra. Kennt næringarfræði við menntaskólann á Egilsstöðum. Haldið námskeið fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) um mikilvægi heilsueflingar og unnið með tillögu að breytingum við eldhús HSA. Hefur verið með námskeið hjá starfsendurhæfingu Austurlands eða STARFA. Hefur kennt efnafræði, eðlisfræði og næringarfræði hjá Alcoa fyrir starfsfólk í Stóriðjuskólanum. Fyrirlestur á ársþingi tannlækna haustið 2016 um mikilvægi vitundarvakningu á lífsstílsvandamálum einstaklinga og hvernig er hægt að koma í veg fyrir alvarlegri þróun þeirra. Hefur unnið fyrir Granda á Vopnafirði með dagsverkefni í heilsueflingu.
Með einstaklingsráðgjöf í Heilsuvernd og fyrirlestra.
Heildræn nálgun er mikilvægur þáttur í ráðgjöfinni til að bæta næringu og þar með heilsuna.

Ráðgjöf Betu Reynis

Heilsuvernd – Tímapantanir 510-6500 / beta@hv.is