Um Beta Nordic


Þegar ég var lítil stelpa á Vopnafirði átti ég mér þann draum að læra matvælafræði og jafnvel bæta seinna við mig námi í næringarfræði. Þessi draumur var reyndar alveg stjarnfræðilega langt í burtu frá þeim veruleika sem ég bjó þá við, en á þeim tíma vann ég í fiski meðfram grunnskóla.

Árið 2005 hóf ég nám í næringarþerapíu við skóla í Danmörku. Sá einlægi  setningur minn að ná aftur fyrri heilsu og koma mér varanlega út úr vítahring erfiðra veikinda, var ekki síst sú gulrót sem dreif mig áfram í náminu. Þegar náminu í Danmörku lauk, og ég gat loks farið að titla mig sem næringarþerapista, fann ég að stærri draumur mallaði innra með mér. Ég vildi læra meira.

Það að fylgja hjartanu kallar oft á hugrekki og áræðni. Hvoru tveggja valdi ég sem ferðafélaga mína þegar ég skráði mig í næringarfræði við Háskóla Íslands vorið 2009. Um haustið tóku við sjö, oft á tíðum, ansi strembin ár, en í júní 2016 útskrifaðist ég loks með mastersgráðu í næringarfræði.

Í janúar síðastliðnum var ég að ræða ýmis heilsutengd málefni við bróður minn, rétt eins og við gerum svo gjarnan þegar við hittumst. Þennan tiltekna dag sagði bróðir minn mér frá fjölda rannsókna á nýrri tegund vítamína. Þessi vítamín eru svokölluð “liposomal” vítamín, en það sem einkennir þau er tvöföld fituhimna sem umlykur þau, og gerir það að verkum að upptaka í meltingarvegi verður mun meiri. Eftir að hafa viðað að mér öllu því sem ég gat um efnið, var teningnum kastað og við systkinin farin að skoða framleiðslu á okkar eigin vítamínum af fullri alvöru. Fyrstu vítamínin eru nú komin á markað hérlendis, þróuð og framleidd í samvinnu við aðila í Þýskalandi. Í framtíðinni eiga fleiri vítamín og fæðubótarefni eftir að bætast við.

Það er lífsstíll að nærast vel, rækta sálina og njóta vellíðunar og ánægju í lífinu. Við næringarríka fæðu er oft nauðsynlegt að bæta góðum vítamínum. Með stolti kynnum við Beta Nordic vítamínin, mögulegu bestu vítamínin á markaðnum í dag.

Elísabet Reynisdóttir.

Með bestu kveðju
Elísabet Reynisdóttir
Næringarfræðingur
B.Sc. og MS í næringarfræði